Selfyssingar á landsliðsæfingum

Selfyssingar á landsliðsæfingum

Hrafnhildur Hauksdóttir, leikmaður Selfoss, er í landsliðshópi U19 kvenna sem æfir í Kórnum dagana 12.-14. desember næstkomandi.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara U19 kvenna.

Þá tekur Unnur Dóra Bergsdóttir þátt í landshlutaæfingu fyrir árgang 2000 sem fram fara í Kórnum á laugardag og Egilshöll á sunnudag. Það er Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, sem stýrir æfingum.

Tags:
, ,