Selfyssingar á sigurbraut á ný

Selfyssingar á sigurbraut á ný

Selfoss er komið aftur á sigurbraut í Pepsi Max deildinni eftir hrikalegt gengi í undanförnum leikjum. Sigurinn kom á heimavelli gegn nýliðum Keflavíkur í gær.

Það var Brenna Lovera sem gerði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks eftir frábæra stoðsendingu frá Barbáru Sól Gísladóttur.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Eftir leikinn er Selfoss er í þriðja sæti með 17 stig, sex stigum á eftir toppliði Vals. Liðið lék í gær á heimavelli gegn Þór/KA en næsti leikur liðsins er á Kópavogsvelli laugardaginn 24. júlí kl. 16:00 gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks.

Brenna skoraði mark Selfyssinga.
Ljósmynd: Mbl.is/Þórir Tryggvason