Selfyssingar á uppleið

Selfyssingar á uppleið

Í gær vann Selfoss góðan sigur á heimavelli gegn Þór/KA á JÁVERK-vellinum. Þór/KA komst yfir í fyrri hálfleik en Selfoss sneri leiknum sér í hag með því að skora tvö mörk í seinni hálfleik.

Það voru Magdalena Anna Reimus og Tiffany McCarty sem skoruðu mörk Selfoss bæði eftir sendingar utan af kanti frá Barbáru Sól Gísladóttur. Dagný Brynjarsdóttir hefði getað jafnað fyrir Selfoss í fyrri hálfleik en markvörður Þórs/KA varði spyrnu hennar vel.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Selfoss er í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig og sækir ÍBV heim í næstu umferð þriðjudaginn 28. júlí.

Magdalena kom Selfyssingum á bragðið með glæsilegu skallamarki.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð