Selfyssingar drógust gegn FH í bikarnum

Selfyssingar drógust gegn FH í bikarnum

Selfyssingar eru komnir áfram í Borgunarbikarnum eftir torsóttan sigur á 3. deildarliði Kára frá Akranesi. Alfi Conteh og JC Mack komu Selfyssingum í 2-0 á fyrsta korterinu en gestirnir sneru taflinu og jöfnuðu um miðbik seinni hálfleiks. Það var hins vegar varamaðurinn Elvar Ingi Vignisson sem tryggði Selfyssingum sigurinn með glæsilegu skallamarki undir lok leiks.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfyssingar drógust á útivelli gegn Íslandsmeisturum FH í 16-liða úrslitum og fer leikurinn fram í Kaplakrika miðvikudaginn 31. maí.

Elvar Ingi tryggði Selfyssingum sæti í 16-liða úrslitum.
Ljósmynd: Umf. Selfoss