Selfyssingar endurheimtu annað sæti

Selfyssingar endurheimtu annað sæti

Selfyssingar endurheimtu annað sætið í 2. deildinni með 1-2 sigri á útivelli gegn ÍR á laugardag. Markalaust var í hálfleik en eftir að ÍR komst yfir kom Hrvoje Tokic Selfyssingum til bjargar því hann jafnaði metin á 66. mínútu og skoraði sigurmarkið sjö mínútum fyrir leikslok.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Hrvoje Tokic skoraði bæði mörk Selfyssinga í leiknum.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð.