Selfyssingar hefja leik á útivelli

Selfyssingar hefja leik á útivelli

Það má með sanni segja að knattspyrnusumarið 2015 hefst á útivelli. Strákarnir hefja leik gegn BÍ/Bolungarvík á Ísafirði en stelpurnar í Árbænum þaðan sem við eigum góðar minningar úr leikjum okkar gegn Fylki frá seinasta sumri. Fyrstu heimaleikirnir eru gegn HK í 1. deildinni og grannaslagur gegn Eyjapæjum í Pepsi-deildinni.

Þetta kom í ljós á formanna- og framkvæmdastjórafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ á laugardag þar sem var dregið í töfluröð í Pepsi-deild kvenna og karla og 1. og 2. deild karla.

Með því að smella á tenglana hér að neðan má sjá hvað félög mætast í hverri umferð í þessum deildum en athuga skal að hafa leikjaniðurröðunina í umferðaröð.

Pepsi-deild kvenna

Pepsi-deild karla

1. deild karla

2. deild karla