Selfyssingar í eldlínunni með landsliðum Íslands!

Selfyssingar í eldlínunni með landsliðum Íslands!

Þau Barbára Sól Gísladóttir, Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Guðmundur Tyrfingsson eru öll búin að vera að leika fyrir Íslands hönd síðustu vikurnar.

Áslaug Dóra lék með U17 ára landsliði kvenna á Ítalíu í lok mars mánaðar í milliriðli undankeppni EM 2019. Liðið endaði mótið í 3. sæti.

Barbára Sól er í Hollandi með U19 ára landsliði kvenna, en þær gerðu 2-2 jafntefli gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins í milliriðli undankeppni EM 2019

Guðmundur er staddur í Krótíu með U16 ára landsliði karla. Liðið tapaði 3-4 gegn Króatíu í fyrsta leik sínum á UEFA Development Tournament, Guðmundur var fyrirliði liðsins í leiknum.
Næst mæta strákarnir Bólivíu og fer sá leikur fram á föstudaginn og hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma.

Frábærir fulltrúar félagsins okkar

 

 

 

Áfram Selfoss!