Selfyssingar í landsliðsverkefnum

Selfyssingar í landsliðsverkefnum

Selfoss á fimm leikmenn sem eru í verkefnum á vegum KSÍ í október.

Þorgils Gunnarsson, Reynir Freyr Sveinsson, Matthías Veigar Ólafsson og Guðmundur Tyrfingson eru allir í æfingahóp U15 ára landsliðs Íslands fyrir landsleiki gegn Færeyjum í lok mánaðarins. Endanlegur leikmannahópur verður valinn eftir æfingar helgarinnar.

Sigurður Óli Guðjónsson var valinn í æfingahóp U16 ára landsliðsins fyrir komandi verkefni.

Óskum þessum strákum góðs gengis!

Áfram Selfoss!