Selfyssingar í norska boltanum

Selfyssingar í norska boltanum

Tveir ungir Selfyssingar héldu í byrjun þessa árs utan í atvinnumennsku í norsku knattspyrnuna. Þetta vor þeir Guðmundur Þórarinsson og Jón Daði Böðvarsson. Guðmundur gekk til liðs við Sarpsborg 08, sem er frá samnefndum bæ skammt sunnan við Osló, en Jón Daði fór til Víkings í Stavangri.

Um þessa leikmenn ásamt Babacar Sarr fyrrum leikmann Selfoss er fjallað á vef DFS er í dag en þeir spiluðu allir í norsku úrvalsdeildinni á nýliðnu keppnistímabili.

Báðum hefur gengið vel að fóta sig í atvinnumennskunni og stóðu sig vel með liðum sínum. Guðmundur náði þeim einstæða árangri að spila alla leiki Sarpsborgar eða 30 talsins. Í þessum leikjum skoraði hann 3 mörk. Sarpsborg endaði í 14. sæti í deildinni með 31 stig og þurfti að fara í umspil við Ranheim úr deildinni fyrir neðan um laust sæti í efstu deild. Sarpsborg vann fyrri leikinn 1:0 heima og útileikinn 0:2 og því samanlagt 3:0 og hélt sæti sínu í Tippeligaen.

Viking, lið Jóns Daða, endaði í 5. sæti deildarinnar með 46 stig. Jón Daði tók þátt í 23 leikjum með Viking og skoraði 1 mark. Hann spilaði að meðaltali um 40 mínútur í leik.

Þá má geta þess að Senegalinn Babacar Sarr sem lék með liði Selfoss gekk til liðs við Start. Hann tók þátt í 23 leikjum með Start og spilaði að meðaltali tæpar 35 mínútur í hverjum leik. Start endaði í 9. sæti deildarinnar með 38. stig.

Mynd: dfs.is