Selfyssingar í ólgusjó

Selfyssingar í ólgusjó

Selfyssingar tóku á móti Víkingum frá Ólafsvík sl. föstudag og lentu í Olgu-sjó gegn baráttuglöðum gestunum. Strákarnir okkar voru sterkari fyrsta korterið en tókst ekki að skora. Í kjölfarið á því fengu Víkingar ódýrt víti sem þeir skoruðu úr. Seinna mark Ólafsvíkinga kom í síðari hálfleik. Besta færi Selfoss fékk Ragnar Þór Gunnarsson þegar hann skallaði boltann í stöng í stöðunni 0-2 en annars var fátt um færi í leiknum.

Selfoss féll eftir leikinn niður í 9. sæti deildarinnar með 15 stig úr þrettán leikjum. Næsti leikur strákanna var gegn Þrótti í gær en þeir taka á móti HK á JÁVERK-vellinum fimmtudaginn 7. ágúst kl. 19:15.

Fjallað er ítarlega um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Tags: