Selfyssingar í sjöunda sæti hjá Fótbolta.net

Selfyssingar í sjöunda sæti hjá Fótbolta.net

Selfoss sigraði Hugin/Hött/Leikni F. 3-0 í gær í leik um 7. sætið í B-deild Fótbolta.net mótsins. Leikið var á Selfossi en heimamenn voru 2-0 yfir í leikhléi.

Það var varnarmaðurinn Andy Pew sem skoraði fyrsta mark leiksins og síðan skoraði Spánverjinn Pachu tvö mörk fyrir Selfyssinga en hann er á reynslu hjá liðinu þessa dagana.

Sjá nánar á Fótbolta.net.

Andy skoraði í gær en fyrir tveimur árum lyfti hann bikar í sama móti.