Selfyssingar í undanúrslit

Selfyssingar í undanúrslit

Selfyssingar eru komnir í undanúrslit Borgunarbikars karla í knattspyrnu eftir 0-2 sigur á Fram á Laugardalsvellinum í gær. Pachu skoraði fyrra mark Selfyssinga á tíundu mínútu úr vítaspyrnu en seinna markið sem kom korteri fyrir leikslok var sjálfsmark.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Dregið var í undanúrslitin í hádeginu í dag og taka Selfyssingar á móti bikarmeisturum Vals miðvikudaginn 27. júlí. Degi seinna tekur ÍBV á móti FH í seinni leik undanúrslitanna.