Selfyssingar Íslandsmeistarar í futsal

Selfyssingar Íslandsmeistarar í futsal

Kvennalið Selfoss varð í dag Íslandsmeistari í innanhússknattspyrnu, futsal, eftir úrslitaleik gegn Álftanesi á Selfossi í dag.

Í fyrri umferð mótsins fyrir hálfum mánuði vann Selfoss öruggan sigur á Hvíta riddaranum, 11-1 og gerði 1-1 jafntefli við Álftanesi.

Í dag mættust liðin svo í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi. Þar vann Selfoss Hvíta riddarann 6-0 og þá tók við hreinn úrslitaleikur gegn Álftanesi  þar sem Selfoss vann öruggan 5-1 sigur.

Þetta er í annað skiptið sem Selfoss vinnur Íslandsmeistaratitilinn í futsal en liðið sigraði síðast árið 2016. Í fyrra fengu Selfosskonur silfur um hálsinn eftir tap úrslitaleik gegn Álftanesi og hefndu þær þeirra ófara í dag.

Sjá einnig frétt á vef KSÍ

Selfossliðið með sigurlaunin í mótslok. Íslandsmeistararnir í efri röð f.v. Erna Guðjónsdóttir, Nadía Rós Emilíud. Axelsdóttir, Glódís Ólöf Viktorsdóttir, Brynhildur Sif Viktorsdóttir, Selma Friðriksdóttir og Magdalena Anna Reimus. Neðri röð f.v. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, Anna María Bergþórsdóttir, Þóra Jónsdóttir, Íris Gunnarsdóttir og Emilía Torfadóttir. Fremstar eru fyrirliðinn Brynja Valgeirsdóttir og Unnur Dóra Bergsdóttir.

Ljósmynd: Umf. Selfoss/Tómas Þóroddsson