Selfyssingar komnir í fjórðungsúrslit

Selfyssingar komnir í fjórðungsúrslit

Selfyssingar tryggðu sér sæti í fjóðungsúrslitum í Borgunarbikarkeppni karla í knattspyrnu eftir 4-3 sigur á Víðismönnum í framlengdum leik á JÁVERK-vellinum í gær.

Richard Sæþór Sigurðsson kom Selfyssingum í 2-0 og eftir að Víðismenn jöfnuðu kom Arnór Gauti Ragnarsson Selfyssingum í 3-2. Allt kom fyrir ekki og jöfnuðu gestirnir tryggðu sér framlengingu þar sem Andy Pew tryggði heimamönnum sigurinn með skallamarki eftir hornspyrnu á 104 mínútu.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss verður í pottinum þegar dregið verður í fjórðungsúrslit á mánudaginn.