Selfyssingar leiknari en Leiknir

Selfyssingar leiknari en Leiknir

Selfyssingar sóttu þrjú afar góð stig í Breiðholtið þegar þeir heimsóttu Leikni í Inkasso-deildinni í gær.

Strákarnir okkar yfirspiluðu heimamenn í leiknum og voru það JC Mack, Pachu og Ingi Rafn Ingibergsson sem skoruðu mörkin í 0-3 sigri.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Myndaveisla frá leiknum er á vef Fótbolta.net.

Selfyssingar enn í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig en sækja hart að liðunum fyrir ofan sig. Næsti leikur er fimmtudaginn 11. ágúst kl. 19:15 þegar HK kemur í heimsókn á JÁVERK-völlinn.

Ingi Rafn var himinlifandi með markið sitt en fyrir þá sem ekki vita er hann líka snillingur.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð