Selfyssingar lutu í gras

Selfyssingar lutu í gras

Stelpurnar okkar mættu Breiðablik í úrslitaleik um sigur á Faxaflóamótinu á laugardag. Þrátt fyrir að eiga í fullu tré við Breiðablik urðu stelpurnar að sætta sig við 1-3 tap þar sem Magdalena Anna Reimus skoraði mark Selfoss.

Selfoss á eftir leik gegn Aftureldingu í keppninni og með sigri í honum tryggir liðið sér annað sæti riðilsins. Leiknum var frestað í upphafi mánaðar og hefur ekki verið tímasettur á ný.

Magdalena Anna skoraði mark Selfyssinga.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Tomasz Kolodziejski