Selfyssingar saltaðir fyrir norðan

Selfyssingar saltaðir fyrir norðan

KA og Selfoss mættust í 1. deildinni á Akureyri á föstudag og sigruðu norðanmenn með tveimur mörkum gegn engu. KA-menn skoruðu bæði mörk leiksins í fyrri hálfleik án þess að okkar mönnum tækist að svara fyrir sig.

Selfoss hefur sigið hægt en örugglega niður töfluna í seinustu leikjum og er sem stendur í 10. sæti deildarinnar og einungis hársbreidd frá fallsæti.

Næsti leikur Selfoss var gegn Grindavík á þriðudagskvöld en þeir taka á móti Skagamönnum á JÁVERK-vellinum á morgun föstudag kl. 19:15.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Gunnar Guðmundsson
Mynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 

Tags: