Selfyssingar sáu rautt

Selfyssingar sáu rautt

Selfyssingar tóku á móti Gróttumönnum í Inkasso-deildinni á laugardag. Einungis eitt mark var skorað í leiknum og það gerðu gestirnir um miðbik seinni hálfleiks.

Það var fátt um fína drætti hjá okkar strákum í leik sem einkenndist af þéttum varnaleik. Undir lok leiks sáu þrír Selfyssingar rautt þegar dómari leiksins vísaði þeim Hafþóri Þrastarsyni og Sigurði Eyberg Guðlaugssyni leikmönnum af velli ásamt hinum annars dagfarsprúða Hafþóri Sævarssyni liðstjóra Selfyssinga.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss er í öðru sæti deildarinnar með 6 stig að loknum þremur umferðum. Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Keflavík á fimmtudag, uppstigningadag, klukkan 19:15.