Selfyssingar sigla lygnan sjó

Selfyssingar sigla lygnan sjó

Selfyssingar gerðu jafntefli við Keflvíkinga í þrettándu umferð Inkasso-deildarinnar í gær en liðin mættust á JÁVERK-vellinum á Selfossi.

Strákarnir okkar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik en gestirnir fengu hins vegar besta færið þegar Vignir Jóhannesson, traustur markvörður okkar, varði vítaspyrnu gestanna afar glæsilega. Það var meira jafnræði með liðunum í síðari hálfleik en inn vildi boltinn ekki og markalaust jafntefli staðreynd.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.Við

Viðtal við Gunnar Rafn Borgþórsson þjálfara Selfoss er á vef Fótbolta.net.

Sem fyrr eru Selfyssingar í sjötta sæti deildarinnar með 17 stig og sækja Leiknismenn heim í Breiðholtið nk. fimmtudag kl. 19:15.

Vignir varði vítaspyrnu.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð