Selfyssingar stigalausir af Nesinu

Selfyssingar stigalausir af Nesinu

Selfoss tapaði 2-1 þegar liðið sótti Gróttu heim á Seltjarnarnesið í Lengjudeildinni á föstudag.

Það var Kenan Turudija sem skoraði mark Selfyssinga úr vítaspyrnu á 61. mínútu og minnkaði muninn í 2-1.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Selfyssingar sitja sem fyrr í 10. sæti deildarinnar með tólf stig. Næsti leikur liðsins er gegn Grindavík á heimavelli föstudaginn 13.  ágúst, kl. 18:00.