Selfyssingar stigalausir úr Laugardalnum

Selfyssingar stigalausir úr Laugardalnum

Það var ekki ferð til fjár þegar Selfoss sótti Þrótt heim í Laugardalinn í Lengjudeildinni á föstudag. Þróttur vann leikinn 3-1 og náði þar með í sín fyrstu stig í sumar. Það var Hrvoje Tokic sem minnkaði muninn fyrir Selfyssinga á 63. mínútu.

Nánar er fjallað um leikinn á vef sunnlenska.is

Næsti leikur hjá strákunum er föstudaginn 28. maí kl. 19:15 þegar liðið tekur á móti Gróttu á JÁVERK-vellinum.