Selfyssingar stigalausir

Selfyssingar stigalausir

Selfoss er án stiga í Pepsi Max deildinni eftir tap á heimavelli gegn Breiðabliki í gær.

Þrátt fyrir að stjórna leiknum á löngum köflum voru það gestirnir sem skoruðu bæði mörk leiksins eftir löng innköst og at í vítateig Selfyssinga. Fyrra markið í upphafi leiks og það seinna rétt undir leikslok.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Næsti leikur hjá stelpunum okkar er á útivelli gegn FH þriðjudaginn 23. júni kl. 19:15.