
24 jún Selfyssingar tómhentir að austan

Selfyssingar héldu austur á firði um seinustu helgi þar sem þeir mættu nýliðunum í Fjarðabyggð í 1. deildinni. Úrslit leiksins réðust á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik þegar heimamenn skoruðu bæði mörk leiksins.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Að loknum sjö umferðum er liðið í sjöunda sæti deildarinnar með átta stig og tekur á móti Haukum á morgun. Leikurinn fer fram á JÁVERK-vellinum og hefst kl. 19:15.