Selfyssingar töpuðu í Lengjubikarnum

Selfyssingar töpuðu í Lengjubikarnum

Knattspyrnulið Selfoss léku hvort sinn leikinn í Lengjubikarkeppninn í seinustu viku.

Eftir markalausan fyrri hálfleik laut kvennalið Selfoss í gervigras gegn Breiðabliki í A-deild Lengjubikarsins í Fífunni. Blikar skoruðu þrjú mörk áður en Guðmunda Brynja klóraði í bakkann með marki úr vítaspyrnu.

Strákarnir töpuðu hins vegar 2-0 gegn Knattspyrnufélagi Vesturbæjar í Egilshöllinni í Lengjubikar karla. KV skoraði mörkin hvort í sínum hálfleiknum.

Næsti leikur stelpnanna er á Selfossvelli nk. laugardag kl. 14 gegn nágrönnum okkar í ÍBV. Strákarnir mæti hins vega Stjörnunni á Samsung vellinum í Garðabæ kl. 19 á föstudag.