Selfyssingar úr leik eftir vítaspyrnukeppni

Selfyssingar úr leik eftir vítaspyrnukeppni

Stelpurnar í meistaraflokki í knattspyrnu tryggðu sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins með 4-2 sigri á ÍBV á JÁVERK-vellinum í seinustu viku. Guðmunda Brynja Óladóttir og Donna Henry skoruðu báðar tvö mörk fyrir Selfoss.

Nánari umfjöllun um leikinn gegn ÍBV er á vefmiðlinum Sunnlenska.is.

Á laugardag mætti liðið Stjörnunni í Garðabæ í undanúrslitum þar sem heimakonur höfðu betur eftir vítaspyrnukeppni. Það var Erna Guðjónsdóttir sem jafnaði leikinn í 1-1 á lokamínútunum. Þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Stjarnan skoraði úr fjórum spyrnum á móti einni spyrnu Selfyssinga.

Nánari umfjöllun um leikinn gegn ÍBV er á vefmiðlinum Sunnlenska.is.