Selfyssingar úr leik í Borgunarbikarnum

Selfyssingar úr leik í Borgunarbikarnum

Bæði lið Selfyssinga eru úr leik í Borgunarbikarnum í knattspyrnu en liðin töpuðu leikjum sínum í 16-liða úrslitunum í seinustu viku.

Í karlaflokki sóttu Selfyssingar Íslandsmeistara FH heim í bráðfjörugum leik í Kaplakrika. FH-ingar komust í 2-0 áður en Alfi Conteh minnkaði muninn með góðu marki fyrir Selfoss á 34. mínútu. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og 2-1 tap niðurstaðan hjá strákunum okkar.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Í kvennaflokki tóku Selfyssingar á móti ÍBV og máttu sætta sig við nauman ósigur. Markalaust var í hálfleik og þrátt fyrir ágætan leik Selfyssinga voru það gestirnir sem skoruðu sigurmarkið á 73. mínútu.

 

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.