Selfyssingar valdir í landsliðið

Selfyssingar valdir í landsliðið

Enn ein rósin bættist í hnappagat Ungmennafélagsins Selfoss þegar félagarnir Guðmundur Þórarinsson og Jón Daði Böðvarsson voru valdir í landsliðshóp Íslands sem mætir Svíum í æfingaleik í Abu Dhabi 21. janúar næstkomandi.

Þetta er í fyrsta sinn sem Guðmundur, sem leikur með Sarpsborg í Noregi, er valinn í hópinn. Jón Daði, sem leikur með Viking í Noregi, lék hins vegar sinn fyrsta og eina A-landsleik hingað til gegn Andorra í nóvember 2012.

Frá þessu var greint á vef Sunnlenska.is í gær.

Hægt að skoða landsliðshópinn á vef Knattspyrnusambands Íslands.

Jón Daði og Gummi í leik á Selfossvelli árið 2012.
Mynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tags: