Selfyssingum fyrirmunað að skora

Selfyssingum fyrirmunað að skora

Þrátt fyrir fáheyrða yfirburði Selfyssinga í leik gegn Fylki í Pepsi Max deildinni í gær var uppskeran engin.

Selfoss klúðraði mikið af færum í leiknum en gestirnir úr Árbænum gerðu eina mark leiksins þegar komið var fram í uppbótartíma.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Skellur fyrir Selfoss sem er í sjötta sæti með tíu stig eftir átta umferðir. Næsti leikur á heimavelli gegn KR fimmtudaginn 20. ágúst kl. 18:00.