Set-mótið 2015

Set-mótið 2015

Vel á fjórða hundrað strákar frá níu félögum tóku þátt á Set-mótinu sem var haldið í blíðunni á Selfossi síðustu helgi.

Set-mótið var haldið í annað sinn á Selfossi í ár en það er fyrir drengi á yngra ári í 6. flokki karla. Á mótinu er rík áhersla löggð á að kenna drengjunum að spila boltanum manna á milli og leikgleðin að sjálfssögðu höfð í fyrirrúmi. Fyrirkomulagið á mótinu er þannig að það er spiluð deildarkeppni og að þessu sinni var spilaði í sex deildum sem heita allar eftir fyirtækjum sem hafa stutt knattspyrnudeildina.

Í ár tóku fimm lið frá Selfossi þátt í mótinu og stóðu þau sig öll mjög vel. Lið Selfyssinga enduðu í efsta sæti bæði í Slysabóta-deildinni og TRS-deildinni en svo lentu þeir í öðru sæti í TM-deildinni.

Í lok móts var haldin grillveisla og verðlaunafhending í brakandi blíðu á JÁVERK-vellinum.

Ljósmynd: Umf. Selfoss/Helga Gunnarsdóttir

Tags: