Sex breytingar og sigur Selfyssinga

Sex breytingar og sigur Selfyssinga

Selfoss vann afar mikilvægan sigur í Inkasso-deildinni þegar Leikni frá Fáskrúðsfirði kom í heimsókn í gær. Það bar til tíðinda að þjálfarar Selfyssinga gerðu sex breytingar á byrjunarliðinu frá því í seinustu umferð.

Að loknum tíðindalitlum fyrri hálfleik færðist fjör í leikinn í þeim síðar. Gestirnir komust nokkrum sinnum nálægt því að skora áður en Selfoss tók forystuna á 59. mínútu með marki frá JC Mack. Heimamenn gerðu út um leikinn 15 mínútum síðar þegar Kristinn Sölvi Sigurgeirsson kom boltanum í netið eftir sendingu frá Svavari Berg Jóhannssyni. Lokatölur á JÁVERK-vellinum 2-0.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss er í þriðja sæti Inkasso-deildarinnar með 13 stig, þremur stigum á eftir efstu liðunum. Liðið sækir topplið Fylkis heim föstudaginn 23. júní kl. 19:15.

Kristinn Sölvi skoraði fyrsta mark sitt í Inkasso-deildinni.
Ljósmynd: Umf. Selfoss