Sex Selfyssingar á landsliðsæfingar

Sex Selfyssingar á landsliðsæfingar

Í dag tilkynnti Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hvaða leikmenn hann valdi á landsliðsæfingar sem fram fara í Kórnum í Kópavogi helgina 24.-25. ágúst.  Selfoss á hvorki fleiri né færri en sex leikmenn í hópnum en það eru þær Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Erna Guðjónsdóttir, Eva Lind Elíasdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir, Karítas Tómasdóttir og Katla Rún Arnórsdóttir.

Framundan er forkeppni EM U19 kvenna og fer riðill Íslands fram í Búlgaríu í september. Víð óskum stelpunum til hamingju með árangurinn og góðs gengis á æfingunum. Vonandi standa þær sig vel áfram þannig að þær verði valdar í lokahópinn sem fer til Búlgaríu 19. september.

 

Tags: