Sex Selfyssingar á úrtaksæfingum hjá U17 og U19

Sex Selfyssingar á úrtaksæfingum hjá U17 og U19

Sex Selfyssingar voru valdir á úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna sem fara fram í Kórnum og í Egilshöll. Æfingar fara fram helgina 26.-27. október næstkomandi.

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, valdi Kareni Maríu Magnúsdóttur í sinn hóp.

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, valdi Bergrúnu Lindu Björgvinsdóttur, Ernu Guðjónsdóttur, Evu Lind Elíasdóttur, Hrafnhildi Hauksdóttur og Katrínu Rúnarsdóttur í sinn hóp.

Tags: