Sex Selfyssingar í landsliðum Íslands

Sex Selfyssingar í landsliðum Íslands

Sex leikmenn Pepsideildarliðs Selfoss í knattspyrnu hafa verið valdar í landslið Íslands.

Guðmunda Brynja Óladóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru báðar í A-landsliðinu sem lýkur keppni í undankeppni HM með tveimur heimaleikjum í september. Liðið mætir Ísrael 13. september og Serbíu 17. september.

Nánari upplýsingar um leiki landsliðsins eru á heimasíðu KSÍ.

Hvorki fleiri né færri en fjórar stelpur eru í U-19 ára liði Íslands. Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Erna Guðjónsdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir og Katrín Rúnarsdóttir fara með liðinu til Litháen þar sem liðið leikur í milliriðli EM.

Nánari upplýsingar um ferð U-19 ára landsliðsins eru á heimasíðu KSÍ.