Síðastur yfir brúna slekkur ljósin!

Síðastur yfir brúna slekkur ljósin!

Laugardaginn 30. ágúst fer fram stærsti leikur sem knattspyrnulið á Suðurlandi hefur tekið þátt í þegar Selfoss mætir Íslandsmeisturum Stjörnunnar í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu.

Leikurinn hefst kl. 16:00 á Laugardalsvelli og fer miðasala fram á www.midi.is. Miðaverð er kr. 1.000 fyrir 17 ára og eldri en frítt er fyrir yngri en 16 ára.

Fríar sætaferðir

Guðmundur Tyrfingsson býður öllum Sunnlendingum fríar sætaferðir á leikinn. Rútur fara frá eftirfarandi stöðum á Suðurlandi: Frá Hvolsvelli kl. 12:40 með viðkomu á Hellu kl. 13:00, frá Þorlákshöfn kl. 13:00 með viðkomu á Eyrarbakka og Stokkseyri og frá Hveragerði kl. 13:15.

Allar rúturnar stoppa á Hótel Selfossi milli kl. 13:30 og 14:00. Allar rúturnar leggja af stað frá Hótel Selfoss kl. 14:00.

Skráning í sætaferðir fer fram á netfanginu umfs@umfs.is og í síma 482-2477.

Vinsamlegast athugið að börn eru á ábyrgð forráðamanna í rútunum.

Fjölskylduhátíð og upphitun á Hótel Selfoss

Upphitun fyrir leikinn hefst á Hótel Selfossi kl. 11:00 þegar kveikt verður á grillinu. Klukkan hálf tvö munu þjálfararnir Gunni og Jói fara yfir liðsuppstillinguna auk þess sem leikmenn gefa eiginhandaráritanir. Fjölmennum öll og eigum góða stund saman fyrir leik.

Að loknum leik verður móttaka á vegum Sveitarfélagsins Árborgar og í framhaldi af því geta stuðningsmenn glaðst með liðinu í kvöldverð og dansleik á Hótel Selfossi.

Viltu fara alla leið með liðinu?

Hægt er að kaupa miða á leikinn, veitingar í VIP-stúku Laugardalsvallar í hálfleik, kvöldverð á Hótel Selfoss og dansleik á einungis kr. 7.500. Miðapantanir í síma 482-2477 og á netfanginu umfs@umfs.is.

Nánari upplýsingar um bikarleikinn eru á heimasíðu Umf. Selfoss www.umfs.is.

Sunnlendingar sameinumst á Laugardalsvelli.
Mynd: Umf. Selfoss/Guðmundur Karl