Sigur á Stjörnunni – Úrslitaleikur á laugardag

Sigur á Stjörnunni – Úrslitaleikur á laugardag

Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir gerði eina markið í leik Selfoss og Stjörnunnar í A-riðli Faxaflóamóts kvenna sem fram fór í lok janúar. Selfoss og Breiðablik eru á toppi riðilsins og mætast í hreinum úrslitaleik um sigur á mótinu í Fífunni í Kópavogi laugardaginn 13. febrúar kl. 13:00.