Sigur í fyrsta leik sumarsins gegn Keflavík

Sigur í fyrsta leik sumarsins gegn Keflavík

Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en stelpurnar okkur stjórnuðu leiknum þó ágætlega. Brenna Lovera kom okkur yfir í lok fyrri hálfleiks eftir fyrirgjöf frá Hólmfríði Magnúsdóttur.

Í seinni hálfleik var sama saga þar sem Selfoss stýrði leiknum. Brenna bætti við öðru marki úr víti þegar brotið var á Fríðu inn í teig og er þar með búin að stimpla sig vel inn í liðið. Fríða kláraði síðan leikinn með marki á 81. mín með skoti frá D-boganum, greinilegt að hún á nóg inni!

Við viljum þakka Keflavík fyrir góðar móttökur sem og öllum þeim stuðningsmönnum sem gerðu sér ferð til Keflavíkur!

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Umf. Selfoss/eg