Sigur í Lengjubikarnum

Sigur í Lengjubikarnum

Selfoss hafði betur gegn Vestra þegar liðin mættust Lengjubikarnum fyrr í dag. Leikurinn var í járnum þangað til á 35. mínútu þegar Hrvoje Tokic kom Selfoss yfir. Markið kom af vítapunktinum en vítaspyrnan var réttilega dæmd eftir að Aron Einarsson var felldur innan teigs. Bæði lið fengu góð tækifæri til þess að bæta við mörkum í leikinn en mark Tokic dugði og lokatölur 1-0 Selfoss í vil.

Sigurinn var sá fyrsti hjá Selfoss í Lengjubikarnum þetta árið. Næsti og jafnframt síðasti leikur Lengjubikarsins er gegn Stjörnunni laugardaginn 13. mars á JÁVERK-vellinum klukkan 14:00