Sigurmark Selfyssinga á lokamínútunni

Sigurmark Selfyssinga á lokamínútunni

Andrew James Pew tryggði Selfyssingum sætan sigur á Haukum, 1:0 þegar liðin mættust á heimavelli Selfyssinga í Inkasso-deildinni í gær. Hann skoraði markið á síðustu mínútu leiksins þegar hann setti boltann í markið eftir klafs inni í teignum.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Með sigrinum lyftu Selfyssingar sér upp í sjötta sæti með 14 stig. Í næstu umferð sækja þeir Huginn heim á Seyðisfjörð og fer leikurinn fram laugardaginn 16. júlí kl. 14:00.

Andy Pew var hetja Selfyssinga gegn Haukum.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð