Símamótið fór fram um helgina

Símamótið fór fram um helgina

Um seinustu helgi fór fram 30. Símamót Breiðabliks í Kópavogi en mótið er fyrir stúlkur í 5. til 7. flokki. Er þetta langstærsta og elsta knattspyrnumót sem haldið er fyrir stúlkur á Íslandi. Selfoss átti tíu lið á mótinu og hún leyndi sér ekki gleðin hjá rúmlega 70 þátttakendum Selfoss auk þjálfara og fjölda foreldra.

Stelpurnar í 7. flokki voru ansi lukkulegar með bikarinn sem þær nældu sér í á Símamótinu.
Mynd: Umf. Selfoss/Torfi Ragnar Sigurðsson