Skaginn stöðvaði sigurgöngu Selfyssinga

Skaginn stöðvaði sigurgöngu Selfyssinga

Fimm leikja sigurgöngu Selfyssinga í 1. deildinni lauk á föstudag þegar Skagakonur komu í heimsókn á JÁVERK-völlinn.

Þrátt fyrir ágæt sóknarfæri heimakvenna voru það gestirnir sem skoruðu eina mark leiksins upp úr miðjum síðari hálfleik.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss er, þrátt fyrir tapið, enn í toppsæti deildarinnar með 32 stig jafnar Reykjavíkur Þrótti. Þar á eftir koma HK/Víkingur með 30 stig og Keflavík með 27 stig en næsti leikur er í Keflavík miðvikudaginn 23. ágúst kl. 18:00.

Tags: