Skiptur hlutur hjá stelpunum

Skiptur hlutur hjá stelpunum

Selfoss gerði jafntefli við Aftureldingu á JÁVERK-vellinum í Pepsi-deildinni í gær þar sem hvort lið skoraði sitt markið.

Það var Erna Guðjónsdóttir sem kom Selfyssingum yfir eftir korter með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu en Afturelding jafnaði áður en fyrri hálfleikur var úti. Það var fátt um fína drætti í síðari hálfleik og sættust liðin á skiptan hlut í leikslok.

Selfoss situr sem fyrr í fimmta sæti deildarinnar með 20 stig að loknum tólf umferðum. Næsti leikur stelpnanna er á Akranesi í kvöld kl. 19:15.

Ítarlega er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Erna skoraði með þrumuskoti
Mynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð