Skortur á baráttu gegn norðanmönnum

Skortur á baráttu gegn norðanmönnum

Selfyssingar lutu í gras 0-2 gegn KA í Inkasso-deildinni í knattspyrnu á JÁVERK-vellinum á Selfossi í gær og komu bæði mörk leiksins í fyrri hálfleik. Selfyssingar sköpuðu sér fá færi í leiknum og voru of oft undir í baráttunni á vellinum.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Að loknum átta umferðum eru Selfyssingar í 8. sæti deildarinnar með 10 stig og sækja Framara heim í Borgunarbikarnum á þjóðaleikvanginn í Laugardalnum þriðjudaginn 5. júlí kl. 19:15 en liðin mætast á sama stað í Inkasso-deildinni föstudaginn 8. júlí kl. 19:15.