Skráning hafin í sætaferðir á bikarúrslitaleikinn

Skráning hafin í sætaferðir á bikarúrslitaleikinn

Það ríkir mikil eftirvænting á Suðurlandi eftir bikarúrslitaleik Selfoss og Stjörnunnar sem fram fer á Laugardalsvellinum laugardaginn 30. ágúst.

Knattspyrnudeild Selfoss hefur skipulagt mikla dagskrá í kringum leikinn og verður stanslaus dagskrá á Hótel Selfossi frá hádegi á leikdegi. Guðmundur Tyrfingsson býður svo öllum Sunnlendingum fríar sætaferðir á leikinn og fara rútur frá öllum helstu þéttbýliskjörnum Suðurlands. Skráning í sætaferðirnar fer fram á netfanginu umfs@umfs.is og á skrifstofu Umf. Selfoss í síma 482-2477.

Stelpurnar hlakka til að sjá þig á Laugardalsvellinum.