Sóknarlína frá Selfossi

Sóknarlína frá Selfossi

Íslendingar unnu frækin sigur á Grikkjum í vináttuleik í knattspyrnu í seinustu viku. Það bar helst til tíðinda fyrir okkur Selfyssinga að sóknarlína liðsins var skipuð tveimur Selfyssingum en félagarnir Jón Daði Böðvarsson og Viðar Örn Kjartansson voru saman í fremstu víglínu liðsins. Svo sannarlega frábær árangur hjá strákunum okkar.

Nánari umfjöllun og stutt viðtal við Jón Daða má finna á vef Sunnlenska.is.

Viðar Örn (efst t.v.) og Jón Daði (efst t.h.) spiluðu saman í fyrsta sinn síðan 2012 á Selfossi.
Ljósmynd: Myndasafn KSÍ.