SS mótið í knattspyrnu

SS mótið í knattspyrnu

Seinni hluta ágústmánaðar fór SS mótið í knattspyrnu fram á JÁVERK-vellinum á Selfossi en mótið er fyrir 6. og 7. flokk kvenna. Nokkur lið mættu á mótið og stóðu sig með mikilli prýði. Mótið fór vel fram en stefnt er á að þróa mótið og stækka enn frekar fyrir næsta ár.

Að loknu móti var þátttakendum og foreldrum boðið upp á grillaðar SS pylsur. Hlökkum til að sjá ykkur á næsta ári.

Unglingaráð útdeildi pylsum af miklum móð.
Mynd: Umf. Selfoss/Sveinbjörn

Tags: