Staða Selfyssinga tvísýn

Staða Selfyssinga tvísýn

Selfyssingar tóku á móti Skagakonum í Pepsi-deildinni í gær en um var að ræða afar mikilvægan leik í botnbaráttu deildarinnar.

Gestirnir skoruðu tvö mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins áður en Alyssa Telang minnkaði muninn með glæsilegu skoti og marki af 35 metra færi og staðan í hálfleik 1-2. Það dró verulega til tíðinda upp úr miðjum seinni hálfleik þegar Selfyssingar skoruðu að því er virtist fullkomlega löglegt mark sem dómari leiksins dæmdi af við undran bæði leikmanna og áhorfenda beggja liða. Fátt var um fína drætti eftir atvikið og því fóru þrjú dýrmæt stig upp á Skaga.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Eftir leikinn er staða Selfyssinga í deildnni orðin afar tvísýn en liðið er í 8. sæti með 10 stig í harðri fallbaráttu fimm liða.

Næsti leikur er á JÁVERK-vellinum gegn botnliði KR miðvikudaginn 31. ágúst kl. 18:00.