Stærsti leikur sumarsins á Suðurlandi

Stærsti leikur sumarsins á Suðurlandi

Það fer fram sannkallaður stórleikur á JÁVERK-vellinum á laugardag kl. 14 þegar Selfoss tekur á móti Val í undanúrslitum Borgunarbikarsins.

Þetta er án efa stærsti leikur sumarsins á Suðurlandi og gríðarleg eftirvænting meðal leikmanna og fjölmargra stuðningsmanna liðsins um allt Suðurland.

Stelpurnar hvetja Sunnlendinga alla að fjölmenna á leikinn til að tryggja liðinu sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins annað árið í röð.

Leikskráin er komin á netið auk umfjöllunar KSÍ um undanúrslitin.

 

 

Tags:
,