Stærsti sigur Selfyssinga frá upphafi

Stærsti sigur Selfyssinga frá upphafi

Stelpurnar okkar héldu sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deildinni þegar þær mættu Þrótturum á JÁVERK-vellinum í gær. Lokatölur urðu 5-0 og er það stærsti sigur Selfoss í efstu deild frá upphafi.

Það voru þær Donna Kay Henry, Guðmunda Brynja Óladóttir og Dagný Brynjarsdóttir sem skoruðu mörk Selfyssinga í fyrri hálfleik auk þess sem eitt sjálfsmark leit dagsins ljós. Fallegasta mark leiksins leit dagsins ljós í síðari hálfleik þegar Erna Guðjónsdóttir smellti boltanum með þrumuskoti í bláhornið af 25 metra færi.

Áhorfendur á leiknum voru 381 og hafa aldrei mætt fleiri á leik hjá stelpunum á heimavelli. Stuðningurinn er mikilvægur og styrkir liðið í baráttunni.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Að loknum fjórum umferðum er Selfoss í 5. sæti deildarinnar með 9 stig einungis stigi á eftir toppliðum Breiðabliks og Þórs/KA. Næsti leikur stelpnanna er gegn Völsungi í Borgunarbikarnum á laugardag en næsti leikur í Pepsi-deildinni er á Vodafone-vellinum gegn Valskonum þriðjudaginn 9. júní kl. 19:15.

Erna hlóð í eitt glæsimark. Mynd úr safni.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð