Stál í stál á JÁVERK-vellinum

Stál í stál á JÁVERK-vellinum

Selfyssingar héldu hreinu á heimavelli gegn Þór/KA þegar liðin mættust í Pepsi-deildinni í gær. Raunar fór svo að hvorugu liðinu tókst að skora þrátt fyrir aragrúa marktækifæra á báða bóga. Chanté Sandiford, markvörður Selfoss, varði í mark heimastúlkna meistaralega og átti stóran þátt  í stiginu.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni er lið Selfoss hársbreidd frá fallsæti með betra markahlutfall en KR. Stelpurnar taka á móti Val laugardaginn 24. september kl. 16:00 og lokaleikur sumarsins er gegn Fylki á útivelli föstudaginn 30. september kl. 16:00.

Chanté Sandiford átti góðan leik í markinu gegn Þór/KA.
Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl