Starf hjá knattspyrnudeild Umf Selfoss

Starf hjá knattspyrnudeild Umf Selfoss

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss leitar að drífandi, skipulögðum og framsæknum aðila til að annast daglegan rekstur innviða deildarinnar. Knattspyrnudeild Umf. Selfoss hefur staðið í metnaðarfullri stefnumótun á uppbyggingu knattspyrnustarfs í einu af hraðast vaxandi sveitarfélögum landsins. Viðkomandi mun hafa yfirumsjón með fjármálum og rekstri knattspyrnudeildarinnar og starfa náið með stjórn hennar en starfið heyrir beint undir stjórn. Um er að ræða frábært tækifæri fyrir aðila til að koma að metnaðarfullu starfi hjá ört stækkandi félagi.

Hlekkur á starfsauglýsingu:

https://alfred.is/starf/framkvaemdastjori-50